Paul Pierce líður best hjá Forsetanum

Hef ekki fylgst mikið með liði Wizards í ár en maður kíkir aðeins og stöðuna hjá þeim af og til, og já sæll hvað þeir eru bara verða góðir. Paul Pierce hefur ekki notið sín svona vel síðan á unglingaárunum, þótt stiga fjöldinn sé ekki mikill hjá honum þá er bara kominn önnur spilamennska. Kominn með allt annan leikstjórnanda, skotglaðan táning sem sér eins og kóbra slanga. Ef einhvað er með Wizards liðið þá er það samheildin í því, Nene og Gortat eru líklega þeir sem enginn hélt að gætu spilað saman inn á vellinum, eeen vá nei það er ekki. Ef einhvað sem gæti gefið gæsahúð yfir þessu liði núna væri að sjá einn Gilbert Arenas, hvernig væri það lið??! Held barasta að Wizards liðið nái langt í úrslitakeppninni, það verða einhver diddsjú handa stóru liðunum þegar Pierce fer með andarungana í göngutúr í gegnum deildinna! 

 

Kíkið á þetta video, "fear the wizards"

 

 


Kevin Love ævintýri á enda?

Maðurinn sem Cleveland búar fögnuðu mikið við að fá, Kevin Love virðist vera í 50/50 stöðu með að vera skipt til annars félags, hvort það verður núna fyrir jólin eða rétt áður glugginn lokast fyrir skipti þá eru mjög góðar líkur á að hann verði sendur einhvað. Besta fyrir Cleveland væri að skipta Love og Tristan Thompson fyrir tvo betri miðjumenn, Al Horford í liði Clevelands myndi setja Cleveland liðið beint í topp sætið og þegar einn múmínsnáði úr Atlanta kæmi með honum, tildæmis Paul Millsap þá værum við að horfa á kannski einn, kannski tvo eða þrjá hringa næstu tvö tímabilin. En ein ást fyrir tvo menn er ekki nóg, Tristan Thompson yrði líklegast að fara frá Cleveland mönnum því Atlanta gefur ekki tvo stóra fyrir einn þar sem þeir hafa enga menn nema þessa tvo til að brjótast inn í teig. Kannski Elton Brand myndi gera einhvað en hann er bara alveg að fara í göngu grindina. Gætuð þið séð fyrir ykkur þetta startup lið?

   Kyrie Irving
   Dion Waiters
   LeBron James
   Paul Millsap
   Al Horford/Anderson Varejao

Ekki segja mér að þetta sé ekki solid Finals lið? Þótt lítið sé um aðra stóra leikmenn í liði Clevelands þá er alveg hægt að nota Marion og Lou Amundson í þessu liði, kominn solid vörn og sókn. Margir hverjir í liði Cleveland fá lítinn sem engan séns á að spila, en það er bara staðreynd að menn brjótast út úr skelinni leið og mínúturnar hækka hjá þeim. það þarf ekki að vera með 38-43 mínútur á þessum piltum þarna, James Jones hefur fengið að verma sætin hjá Miami og Cleveland í allt of langan tíma, enginn spilunartími, max eitt skot í leik og ef það klúðrast þá fær hann Gateorade í hendur og popp til að horfa á næstu leiki. 

En hvað myndi gerast við Atlanta liðið? jú ætli þeir endi ekki eins og Charlotte Bobcats og New Orleans gerðu þegar stóru mennirnir fóru þaðan, en núna rísa þeir eins og sjötti sonurinn í konungsveldinu, komnir inn í úrslitakeppnismyndinna. Svo skemmir það ekki fyrir Kevin Love að komast í Free Agent draslið á næsta ári og skreppa í þá borg sem kallast Los Angeles??

 

 


Hefur einhver séð Rósina?

Hvað ætlar að verða með þetta Bulls lið? Derrick Rose farinn að hvíla og 13 leikir af 72 búnir?? Gasol var í fríi í nótt gegn Sacramento og kom það ekkert sérstaklega vel fyrir Nautinn úr borginni, töpuðu með 15 stiga mun, unnu einn leikhluta, aðallega af heppni þar sem sókninn hjá Bulls var eins og að horfa á gamla bíómynd snúna með handafli, þvílík steypa! Kapteinn KÖRK(Hinrich) var reyndar ágætur þótt skotinn hafi ekki farið niður hjá honum, vörnin klikkar ekki þótt það komi fyrir að smámennirnir eins og Collison hverfi eins og nálar fram hjá honum. Jimmy Butler hefur staðist undir væntingum, klikkar ekki leikur! Smá útursnúningur hjá mér með Rósina, maðurinn fór í viðtal um daginn og sagði að hann væri farinn að pæla í líifinu eftir deildinna, vill ekki ónýtan líkama, eeen hvernig væri ef maðurinn róaði sig í þessum power sniðskotum sínum, hann er eins og krakki að reyna komast eins hátt á trampólíninu, hvernig væri að fara sjá að líkaminn hans þolir ekki þessi rosalegu stökk, snýr á sér ökklan í öðru hverju hoppi, núna tognaði hann á nára. Eg held að hann sé að verða hræddur við leikinn, taktíkinn verður að breytast, hann er kominn með Gasol og svo er Noah með honum þarna undir körfunni, hann gæti átt met í stoðsendingum í ár ef hann færi að senda meira á þá undir körfunni, gasol, núna orðinn einn besti þriggja stiga stóri maðurinn í deildinni gæti skotið meira utan teigs, eeeen samt vill maður horfa á hann spila sinn gamla góða leik. Eiga Bulls að hvíla Rose og hafa Brooks til taks þangað til líður á loka sprettinn eða minnka mínúturnar hjá Rose í hverjum leik, væri það ekki best þannig heldur en að vera stöðugt með hann í hvíld?? Sjáum hvað setur þegar líður að jólum!

nba_g_rose1x_576x324 


Hvað verður um Lakers??

Hvað verður um Lakers þegar líður fer á stjörnuvikuna og þegar lokaspretturinn af tímabilinu færist nær? Það er góða spurninginn því einhvernveginn finnst mér Lakers alveg getað komist í úrslitakeppninna ef smávægilegar breytingar yrðu á liðinu og skipulagi hjá þeim. Kobe Bryant verður fyrsta skipulagið og breytinginn, hann er kominn með Carlos Boozer, sem getur auðveldlega skorað í kringum 15-20 stig í leik ef leikmenn og þjálfarar færu yfir vídeóin hjá sér aðeins betur. Eg er dyggur stuðningsmaður Chicago Bulls og hef því horft á Boozer spila síðustu fjögur ár, og það sem pirraði mig var hvernig vörnin hjá manninum slaknaði alltaf eftir því sem leið á þriðja leikhluta og fór hann oftast aldrei inn í paintið, en þótt hann væri ekki að biðja um boltann í paintinu þá var hann yfirleitt alltaf frír í skot, en enginn Derrick Rose og Aaron Brooks voru þar með glöggu augu sín til að senda á hann, þetta er nákvæmlega í gangi hjá Lakers núna, við sjáum Kobe vera reyna við að komast yfir Jordan og hugsar hann ekkert um liðsfélaga sína, engar stoðsendingar, bara stig og fráköst. Enginn Steve Nash, ef Nash væri þá værum við kannski að horfa á meira Nash-Stoudemire þema, Boozer fengi að spila sinn leik, gamla góða Utah leikinn. Nú er Nick Young kominn, skotglaði prinsinn, Lakers hafa unnið tvo leiki í röð eftir að hann kom, þeir þurfa leikmenn, og sérstaklega vantar þeim nýjan Point Guard, hvað fæst Jose Calderon hjá Knicks á mikið?? Held hann væri góður hjá Lakers heldur en Knicks, ítalska olíann hefur ekki farið vel í magann á Knicks þetta tímabilið.

Carlos+Boozer+Kobe+Bryant+Los+Angeles+Lakers+6Og6sfZS7GUl


Um bloggið

NBA (flopp)

Höfundur

Jason
Jason

Allt um NBA deildinna, orðrómar, hugdettur, persónulegar skoðanir.  

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • martell webster
  • nba g rose1x 576x324
  • Carlos+Boozer+Kobe+Bryant+Los+Angeles+Lakers+6Og6sfZS7GUl
  • nba-e1383058247333.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband