Kevin Love ævintýri á enda?

Maðurinn sem Cleveland búar fögnuðu mikið við að fá, Kevin Love virðist vera í 50/50 stöðu með að vera skipt til annars félags, hvort það verður núna fyrir jólin eða rétt áður glugginn lokast fyrir skipti þá eru mjög góðar líkur á að hann verði sendur einhvað. Besta fyrir Cleveland væri að skipta Love og Tristan Thompson fyrir tvo betri miðjumenn, Al Horford í liði Clevelands myndi setja Cleveland liðið beint í topp sætið og þegar einn múmínsnáði úr Atlanta kæmi með honum, tildæmis Paul Millsap þá værum við að horfa á kannski einn, kannski tvo eða þrjá hringa næstu tvö tímabilin. En ein ást fyrir tvo menn er ekki nóg, Tristan Thompson yrði líklegast að fara frá Cleveland mönnum því Atlanta gefur ekki tvo stóra fyrir einn þar sem þeir hafa enga menn nema þessa tvo til að brjótast inn í teig. Kannski Elton Brand myndi gera einhvað en hann er bara alveg að fara í göngu grindina. Gætuð þið séð fyrir ykkur þetta startup lið?

   Kyrie Irving
   Dion Waiters
   LeBron James
   Paul Millsap
   Al Horford/Anderson Varejao

Ekki segja mér að þetta sé ekki solid Finals lið? Þótt lítið sé um aðra stóra leikmenn í liði Clevelands þá er alveg hægt að nota Marion og Lou Amundson í þessu liði, kominn solid vörn og sókn. Margir hverjir í liði Cleveland fá lítinn sem engan séns á að spila, en það er bara staðreynd að menn brjótast út úr skelinni leið og mínúturnar hækka hjá þeim. það þarf ekki að vera með 38-43 mínútur á þessum piltum þarna, James Jones hefur fengið að verma sætin hjá Miami og Cleveland í allt of langan tíma, enginn spilunartími, max eitt skot í leik og ef það klúðrast þá fær hann Gateorade í hendur og popp til að horfa á næstu leiki. 

En hvað myndi gerast við Atlanta liðið? jú ætli þeir endi ekki eins og Charlotte Bobcats og New Orleans gerðu þegar stóru mennirnir fóru þaðan, en núna rísa þeir eins og sjötti sonurinn í konungsveldinu, komnir inn í úrslitakeppnismyndinna. Svo skemmir það ekki fyrir Kevin Love að komast í Free Agent draslið á næsta ári og skreppa í þá borg sem kallast Los Angeles??

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

NBA (flopp)

Höfundur

Jason
Jason

Allt um NBA deildinna, orðrómar, hugdettur, persónulegar skoðanir.  

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • martell webster
  • nba g rose1x 576x324
  • Carlos+Boozer+Kobe+Bryant+Los+Angeles+Lakers+6Og6sfZS7GUl
  • nba-e1383058247333.png

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband